
Hefur læknirinn þinn ráðlagt þér að fylgja matarræði sem inniheldur lágt oxalat?
Hér er gagnlegur bæklingur.
Eftir farandi ráðleggingar eru ætlaðar þeim sem mynda kalsíum-oxalat steina.
1. Drekktu meira vatn!
2. Minnkaðu saltmagnið í fæðunni.
3. Minnkaðu sykurmagn í matarræðinu
Minnkaðu við þig sykraða gosdrykki, sykraðar mjólkurvörur, sætt morgunkorn, sætabraut og sælgæti. Mikill sykur eykur kalsíummagn í þvagi og þar með hættu á myndun nýrnasteina.
4. Auktu hlut ávaxta, kornvara og grænmetis í matarræðinu.
Líttu á kjöt sem hluta máltíðarinnar en ekki sem aðalatriðið. Forðast ætti að borða mikið af spínati, rabbabara eða hnetum þar sem þessar fæðutegundir innihalda mikið oxalat og auka styrk þess í þvagi. Ágætt er að skoða bæklinginn sem vísað er í hér að ofan.
5. Haltu áfram að neyta fæðu sem inniheldur kalsíum. Ekki er hins vegar mælt með að taka bætiefni sem innihalda kalsíum.
Fáðu ráðleggingingar hjá lækni áður en þú byrjar að taka inn töflur sem innihalda kalsíum, D- eða C-vítamín. Neysla þessara bætiefna í töfluformi getur aukið myndun á nýrnasteinum.
OXALAT